Franska hjartað slær á Laugaveginum

Le Bistro er á Laugavegi 12.
Le Bistro er á Laugavegi 12. Kristinn Magnússon

Við Laugaveginn stendur staður sem er þeim töfrum gæddur að engu líkara er að maður sé kominn á alvöru bístró í Frakklandi. Enda heitir staðurinn Le Bistro og er rekinn af tveimur mönnum sem báðir eru franskir í aðra ættina. Samanlagt eru þeir því heill Frakki og franskara verður það vart.

Arnór Bohic, annar eigenda Le Bistro á Laugaveginum.
Arnór Bohic, annar eigenda Le Bistro á Laugaveginum. Kristinn Magnússon

Það eru þeir Arnór Bohic og Alex Jose Pinto Da Rocha sem standa í brúnni en samanlagt hafa þeir áratugareynslu úr veitingageiranum. Arnór lagði stund á Hospitality Management í Sviss og hefur Le Bistro lifað góðu lífi í fimm ár enda staðsetningin ótrúlega skemmtileg á miðjum Laugaveginum auk þess sem öll hönnun er ótrúlega falleg og sérstök. Röndóttar markískur prýða ytra byrðið og heildarárhifin eru þau að það er engu líkara en þú sért kominn til Parísar.

Fondue og bláskel

„Um leið og ég sá húsnæðið þá var ég sannfærður um að þetta væri rétti staðurinn,“ segir Arnór um húsnæðið sem virðist eins og sérhannað utan um staðinn. „Við vorum með þeim fyrstu til að bjóða upp á spennandi valkosti í brunch hér á landi og það má segja að það hafi verið það fyrsta sem sló í gegn hjá okkur. Frönsk matseld er hér í forgrunni og við erum eini staðurinn sem býður upp á fondue svo eitthvað sé nefnt. Pottréttirnir okkar eru líka ótrúlega vinsælir sem og fiskréttirnir. Við bjóðum jafnframt upp á íslenskan hluta á matseðlinum því hingað kemur mikill fjöldi ferðamanna sem vill bragða íslenskan mat. Þannig að hér er til hákarl ef einhver spyr,“ segir Arnór hlæjandi.

Kristinn Magnússon

Bláskelin er líka gríðarlega vinsæl á staðnum að sögn Arnórs enda þykir hún herramannsmatur. Þannig sé vinsælt að kíkja í bláskel og vínglas á fallegu kvöldi en bístró stemningin er vel viðeigandi og passar matseðillinn einkar vel við.

Hér gefur að líta uppskrift að hinni rómuðu bláskel Le Bistro sem vert er að prófa.

Kristinn Magnússon
Bláskel "a la Normande"
  • 100 g gulrætur
  • 100 g fennel
  • 100 g rauðlaukur
  • 150 g hvítvín (bragðmikið og þurrt )
  • 1.250 kg local kræklingur (eins ferskur og hægt er)
  • 150 g rjómi 30% fita
  • 100 g hvítlaukssmjör (saltað smjör 100 g, hvítlaukur 15 g og 15 g steinselja)
  • steinselja til skrauts
 Aðferð:
  1. Hreinsa allt grænmetið, skrælið og skerið eins fínt og mögulegt er (best er að nota mondoline). Hreinsið kræklingana í köldu vatni, láttu þá standa í vatninu í 15 mínútur.
  2. Kastið öllum opnum kræklingum (þeir verða að vera lokaðir þegar þeir eru ferskir)
  3. Forhitaðu stóra pönnu, bætið hvítvíninu, hvítlaukssmjörinu og ferskri steinselju. Þegar blandan er sjóðandi og smjörið bráðnað, bætið út í grænmetinu og eldið í 1 mín. Bætið síðan hreinsuðum ferskum kræklingum í pönnuna og lokið pönnunni með loki. Á 30 sekúndna fresti hristið aðeins í pönnunni þar til kræklingarnir eru allir opnir. Setjið rjómann á þessu augnabliki, hita síðan allt í 15 sekúndur.
  4. Og voila!
  5. Þú getur borið kræklinginn fram með frönskum kartöflum og tartar-sósu (majones, capers, hvítlaukur, súrar gúrkur og salt).
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Le Bistro, Laugavegi 12.
Le Bistro, Laugavegi 12. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Fondue kofi í Le Bistro.
Fondue kofi í Le Bistro. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert