Nammigóðar pistasíukúlur

Pistasíukúlur eru einfalt, gott og hollt snakk.
Pistasíukúlur eru einfalt, gott og hollt snakk. mbl.is/Wichmann+bendtsen

Langar þig í eitthvað ótrúlega einfalt, fljótlegt og gott og jafnvel hollt „snakk“? Þá eru pistasíukúlur það sem hugurinn þinn girnist, enda allt gott sem pistasíuhnetur koma nálægt.

Pistasíukúlur (18 stk.)

  • 150 g pistasíuhnetur, ósaltaðar
  • 140 g þurrkaðar apríkósur
  • 3 msk. agave-síróp
  • 1 tsk. ferskt timían
  • Salt á hnífsoddi

Til skrauts:

  • 25 g pistasíuhnetur, ósaltaðar

Aðferð:

  1. Hakkið pistasíuhneturnar í fína bita í matvinnsluvél, sirka 1 mínúta.
  2. Bætið restinni af innihaldsefnunum út í vélina og blandið saman.
  3. Mótið í litlar kúlur. Hakkið 25 g af pístasíuhnetum og rúllið kúlunum upp úr hnetunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert