Gómsætt focaccia með tómötum, rauðlauk og rósmaríni

Gómsætt og girnilegt focaccia sem verður að prófast.
Gómsætt og girnilegt focaccia sem verður að prófast. mbl.is/Line Falck

Þetta ofurgirnilega focaccia-brauð er fullkomið nýbakað með góðu salati. Nú eða sem óvæntur glaðningur í rómantískri skógarferð sem okkur dagdreymir um.

Focaccia með tómötum, rauðlauk og rósmaríni

 • 25 g þurrger
 • 5 dl volgt vatn
 • 100 g heilhveiti
 • 400 g hveiti
 • 2 tsk. salt
 • 2 msk. ólífuolía
 • 200 g litlir tómatar, í mismunandi litum
 • ½ rauðlaukur
 • 4-5 rósmarín greinar
 • 1 tsk. saltflögur
 • Bökunarmót 25x25 cm

Aðferð:

 1. Leysið gerið upp í volgu vatni í skál. Bætið hveitunum við og saltið. Hrærið í deiginu með gaffli, ekki hnoða það. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið degið taka sig við stofuhita í sirka 1 tíma.
 2. Hitið ofninn á 220°. Klæðið bökunarmótið með bökunarpappír. Skrapið deigið úr skálinni yfir í bökunarmótið. Potið í deigið með fingrunum svo það fari út í alla kanta. Hellið ólífuolíu yfir deigið og búið til litlar holur með fingrunum þannig að olían dreifi sér. Því næst koma tómatatarnir í deigið, fínt að setja þá í holurnar og ýta þeim léttilega niður. Skerið rauðlaukinn í þunnar skífur og dreifið yfir brauðið ásamt rósmaríni. Stráið flögusaltinu yfir og leggið rakt viskastykki yfir deigið. Látið hefast í 1 tíma.
 3. Bakið brauðið í ofni í 20-25 mínútur þar til það hefur tekið gylltan lit og er bakað í gegn.
mbl.is