Frábær og einföld hugmynd

Skreyttar súkkulaðiskeiðar vekja lukku hvar sem þær enda.
Skreyttar súkkulaðiskeiðar vekja lukku hvar sem þær enda. mbl.is/Coop

Langar þig í skemmtilega hugmynd fyrir næsta afmæli eða öðruvísi desert í matarklúbbinn. Skreyttar súkkulaðiskeiðar taka enga stund í framkvæmd og eru líka smart á borði.

Þú einfaldlega bræðir súkkulaði í potti, hægt að leika sér með mismunandi bragðtegundir af súkkulaði. Hellir súkkulaðinu í skeiðar og skreytir með því sem hugurinn girnist, brjóstsykursmulningi, hnetum, sykurpúðum eða gúmmíböngsum – svo einföld en frábær hugmynd.  

mbl.is/Pinterest
mbl.is