Gúmmelaði á fimm mínútum

Það má alltaf bæta á sig einu bananasplitti.
Það má alltaf bæta á sig einu bananasplitti. mbl.is/minimalistbaker.com

Hvort sem það kallast splitt eða spígat, þá er það girnilegt. En hér er gamla góða bananasplittið í „omm-nomm“ útgáfu. 

Gúmmelaði á fimm mínútum

  • 4 bananar
  • ½ bolli hnetusmjör
  • ¼ bolli kókos jógúrt
  • ¼ bolli granola
  • ½ bolli ber að eigin vali
  • 4 tsk hampfræ
  • ¼ bolli kókosflögur

Aðferð:

  1. Takið bananana úr hýðinu og skerið þá varlega eftir endilöngu fyrir miðju án þess að fara alveg í gegn.
  2. Smyrjið hnetusmjörinu í skurðinn á banananum, því næst kemur kókos jógúrt, granola, hampfræ, ber og kókósflögur.
  3. Bananarnir geymast í kæli í allt að 24 tíma þó að þeir smakkist best strax. Einnig er hægt að skera þá niður í bita, setja í frysti og nota í búst.
mbl.is/minimalistbaker.com
mbl.is/minimalistbaker.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert