Hefur þú séð bleika bakaríið?

Halló fallegasta bakarí í heimi!
Halló fallegasta bakarí í heimi! mbl.is/Breadway Bakery

Ef við gætum ferðast á milli landa, heimsótt veitingastaði og kaffihús að atvinnu – þá væri allt svolítið meira frábært. Við rákumst á þetta bleika kaffihús og bakarí og gátum ekki á okkur setið. Það heitir Breadway Bakery og er staðsett í Úkraínu – dálítið langt að fara en ekki ógerlegt.

Innréttingarnar eru í ljósum bleikum lit í bland við grátt og gyllt, og sætisbökin minna einna helst á Lady Fingers (kexið). Á staðnum er boðið upp á brauð, ýmsa smárétti og kökur og það smakkast eflaust allt aðeins betur í þessu glaðlega rými.

Girnilegt nýbakað brauð og álegg fá garnirnar til að gaula.
Girnilegt nýbakað brauð og álegg fá garnirnar til að gaula. mbl.is/Breadway Bakery
Það er ekkert bakarí nema almennilegar kökur séu á boðstólnum.
Það er ekkert bakarí nema almennilegar kökur séu á boðstólnum. mbl.is/Breadway Bakery
mbl.is/Tripadvisor
mbl.is