Fjölskyldufólkið velur LKL

Svokallaðir LKL eða lágkolvetna matarpakkar njóta mikilla vinsælda.
Svokallaðir LKL eða lágkolvetna matarpakkar njóta mikilla vinsælda. mbl.is/Facebook

Þessa dagana virðist meirihluti landsmanna vera að taka mataræðið í gegn eftir vel heppnað vellystingatímabil yfir hátíðarnar. Ketóbókin selst eins og heitar lummur en samkvæmt heimildum Matarvefjarins rjúka LKL-matarpakkar út hjá fyrirtækjum á borð við Einn, tveir og elda sem sérhæfa sig í máltíðum sem koma undirbúnar heim í hús og einungis þarf að elda.

„Það vill svo til að það er yfirleitt auðvelt að matreiða lágkolvetnamáltíðir og upp til hópa er þetta bara venjulegur heimilismatur nema öllum kartöflum, brauði og aukafyllingu er sleppt. Það gerir það að verkum að fólk er ekki að mikla þetta fyrir sér og nær auðveldlega að halda sínu striki,“ segir talsmaður Einn, tveir og elda aðspurður um ástæður vinsældanna.

Að hans sögn hefur lágkolvetnapakkinn aldrei selst jafn vel og algengt sé að viðskiptavinir kaupi sér þjónustuna viku eftir viku. Það er því ljóst að þjóðin er að hugsa um heilsuna, enda sjálfsagt ekki vanþörf á, og greinilegt að ketó- og lkl-mataræðið er langvinsælast hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert