Súpan sem reddar öllu

Góð súpa er gulli betri.
Góð súpa er gulli betri.

Súpur hafa þann stórkostlega eiginleika að gera allt betra á augabragði – þá ekki síst ef manni er fremur kalt og lífið virðist ekki alveg leika við mann.

Sjálf luma ég á leynitrixi sem klikkar aldrei. Ég á alltaf bollasúpur á lager og í uppáhaldi er aspassúpan frá Knorr. Hún er bara mögulega það besta sem ég veit en... ég er með smá vesen.

Í sjálfu sér tekur um það bil 12 sekúntur að búa til bollasúpu en jafnframt er hægt að hella duftinu í hitabrúsa ásamt vatni og rjóma (já, rjóma) og taka með í skíðaferðina, göngutúrinn eða hvað það nú er. Það eina sem þú þarft að gera er að hrista!

Ég bæti líka alltaf við smá kryddi (aðallega salti og pipar) en hér erum við að tala um einfalda, ódýra og brjálæðislega bragðgóða lausn sem klikkar aldrei.

mbl.is
Loka