Ómótstæðilegur ostabakki

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með óskaplega lekkeran ostabakka sem á alltaf vel við, hvort heldur sem er í afmælum eða Eurovision partýi!

Um er að ræða niðurskorna Óðalsosta, bæði Gouda sterkan og Óðalsost. 

Á bakkanum er síðan salami, hráskinka, ferskar fíkjur, pestó, grillaðar paprikur og kex.

Mjög einfalt en steinliggur! Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld eins og hennar er von og vísa. 

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is