Nýtt nammi frá Nóa Síríus

mbl.is/Nói Síríus

Það heyrir alltaf til stórtíðinda þegar nýtt nammi kemur í verslanir en Nói Síríus var að setja á markað nýja útgáfu af hinum vinsælu hnöppum og í þetta sinn eru það saltkarmeluhnappar.

Óhætt er að segja að hnapparnir hafi notið gríðarlegra vinsælda enda um að ræða fullkomna stærð af súkkulaðibita sem búið er að gera enn betri með alls kyns dásemdum eins og perlum, lakkrís og nú saltkarmelu.

mbl.is