Fjallkonan hefur opnað í Hafnarstræti

Mikil stemning myndaðist á útisvæði Fjallkonunnar enda veðrið frábært.
Mikil stemning myndaðist á útisvæði Fjallkonunnar enda veðrið frábært. mbl.is/Facebook

Nýjasti veitingastaður borgarinnar heitir Fjallkonan og er að finna í Hafnarstræti 1-3 þar sem Uno var áður til húsa.

Eins og veðrið hefur leikið við borgarbúa undanfarið hefur útisvæðið verið yfirfullt enda löngu kominn tími á að Reykvíkingar fengju smá sumarsól.

Á Fjallkonunni er glæsilegur matseðill og góður happy hour en rekstraraðilar eru þeir sömu og reka Sush social, Apótekið, Sæta svínið og Tapas og því engir aukvisar á ferð.

Matseðillinn býður upp á skemmtilega rétti.
Matseðillinn býður upp á skemmtilega rétti. mbl.is/Facebook
Drykkirnir eru ekki af verri endanum.
Drykkirnir eru ekki af verri endanum. mbl.is/Facebook
mbl.is