Mjög óhefðbundin nálgun á matinn hjá Gylfa og Alexöndru

Alexandra Helga Ívarsdóttir.
Alexandra Helga Ívarsdóttir.

Eins og Smartland greindi frá var íslenskur matur á boðstólum í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur.

Maðurinn á bak við matinn var enginn annar en Þráinn Freyr Vigfússon, best þekktur fyrir Sumac og ÓX, og eftir áreiðanlegum heimildum heppnaðist hann upp á tíu.

Þetta verður að teljast með áhugaverðari útfærslum á mat í brúðkaupsveislu. Í stað þess að fá klæðskerasniðinn matseðil eða eitthvað hefðbundnara fengu þau hreinlega matseðilinn af Sumac, sem er í miklu uppáhaldi hjá hjónunum, og gátu gestir valið um rétti af hlaðborði.

Í forrétt var boðið upp á íslenskan þorsk og því ljóst að matseðillinn hefur verið alveg upp á tíu.

Hvort þetta kemst í tísku skal ósagt látið en hvað er rómantískara en að fá matreiðslumann af uppáhaldsveitingastaðnum sínum til að útbúa hlaðborð kræsinga beint af matseðlinum! Við sjáum fyrir okkur að það verði þónokkrir sem munu leika þetta eftir enda bráðsnjöll hugmynd.

Í forrétt var eins og fyrr segir íslenskur þorskur en í aðalrétt var svo hlaðborð með réttum frá Sumac.

Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX.
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mynd sem Þráinn birti á Instagram síðu sinni þar sem …
Mynd sem Þráinn birti á Instagram síðu sinni þar sem hann slakar á eftir gærdaginn.
Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert