Domino‘s stendur við stóru orðin

Birgir Örn Birgisson forstjóri Domino‘s á Íslandi og Haukur Björnsson …
Birgir Örn Birgisson forstjóri Domino‘s á Íslandi og Haukur Björnsson framkvæmdastjóri TreememberMe undirrita hér samkomulagið. Í bakgrunni má sjá hluta af starfsfólki Domino‘s.

Síðastliðinn mánudag, þann 1. júlí skrifaði Domino‘s á Íslandi undir samning við TreememberMe sem staðfestir kolefnisjöfnun fyrir allan akstur fyrirtækisins, flugferðir starfsmanna, rafmagnsnotkun og losun úrgangs.

Hópur af starfsfólki Domino‘s hóf kolefnisjöfnunarferlið með gróðursetningu á tæplega 600 trjám við Laugarvatn en TreememberMe og Skógræktin munu sjá um sáningu og gróðursetningu 7.350 trjáa fyrir hönd Domino‘s og uppfyllir aðferð þeirra öll helstu skilyrði gróðursetningar í tilgangi kolefnisjöfnunar ásamt því að Ernst & Young hefur eftirlit með öllu ferli.

Domino‘s er stolt af því að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfismálum á skyndibitamarkaði á Íslandi og vonast til að sjá fleiri fyrirtæki á markaðnum gera slíkt hið sama í náinni framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert