Langbestu kleinurnar

Ljósmynd/Sylvía Haukdal

Þið sem hélduð að kleinubakstur væri á útleið höfðuð heldur betur rangt fyrir ykkur því hér erum við með uppskrift að kleinum sem búið er að eiga aðeins við og gera enn betri. Þetta er klárlega verkefni helgarinnar enda fátt betra en nýsteiktar kleinur.

Það er engin önnur en meistarabakarinn og blogg-ynjan Sylvía Haukdal sem á heiðurinn af þessum kleinum sem hún fullyrðir að séu algjörlega frábærar.

Bloggsíðu Sylvíu er hægt að nálgast HÉR.

Langbestu kleinurnar

 • 1.200 g Kornax hveiti
 • 180 g sykur
 • 1 pakkning Royal-karamellubúðingur
 • 4 tsk. lyftiduft
 • 1,5 tsk. matarsódi
 • 1 tsk. hjartarsalt
 • 70 g smjör, brætt
 • 250 g hreint skyr
 • 600 ml súrmjólk
 • 1 stk. egg
 • 1,5 tsk. vanilludropar
 • 1,5 tsk. kardimommudropar
 • 1 kg palmin kókosolía

Aðferð:

1. Við byrjum á því að blanda öllum þurrefnum saman en geymum um það bil 200 g af hveitinu til hliðar.

2. Næst bræðum við smjörið og blöndum því ásamt skyrinu, súrmjólkinni, egginu, vanilludropunum og kardimommudropunum saman við þurrefnin. Gott er að hnoða deigið ekki allt of mikið svo kleinurnar verði sem léttastar.

3. Nú fer palmin kókosolían í pott og við leyfum henni að hitna meðan við fletjum út deigið og snúum kleinurnar.

4. Næst setjum við vel af hveiti á borðið, hnoðum deigið örlítið bara svo það klessist minna og fletjum það svo út. Skerum út kleinurnar og snúum.

5. Að lokum steikjum við kleinurnar þegar olían er orðin nóu heit, gott er að setja fyrst smá afskorning út í olíuna til þess að sjá hvort hún sé orðin nógu heit. Þegar fallega gylltur litur er kominn á hliðina sem snýr ofan í olíuna snúum við þeim við og tökum svo úr olíunni þegar sami litur er kominn á alla kleinuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »