Lúxus sunnudagsbakstur

Þú munt gleðja alla á heimilinu með þessum bakstri.
Þú munt gleðja alla á heimilinu með þessum bakstri. mbl.is/Alt.dk_Columbus Leth

Dekraðu við fjölskylduna með þessum dásamlegu súkkulaðiskonsum sem eru með þeim betri í bransanum. Það mun enginn kvarta yfir sunnudagskaffinu þegar þessar lenda á borðinu.

Lúxus sunnudagsbakstur

 • 500 g hveiti
 • 3 tsk lyftiduft
 • 50 g sykur
 • ½ tsk fínt salt
 • 125 g mjúkt smjör
 • 2 egg
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 75 g hvítt súkkulaði
 • 75 g dökkt súkkulaði
 • 1 egg til penslunar

Aðferð:

 1. Setjið hveitið í skál ásamt lyftidufti, sykri og salti. Smuldrið smjörinu í hveitið og bætið eggjunum saman við.
 2. Hellið rjóma og mjólk út í og blandið vel saman. Ef deigið er of þurrt má bæta við smáveigis af mjólk.
 3. Saxið súkkulaðið og setjið saman við og hnoðið áfram þar til slétt. Látið deigið hvíla í 30 mínútur.
 4. Hitið ofninn á 200°C. Rúllið deiginu út, sirka 2 cm þykkt.
 5. Notið hringlaga form og skerið út sirka 5 cm hringi.
 6. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og penslið með pískuðu eggi.
 7. Bakið í 12-15 mínútur þar til gylltar á lit og látið kólna á rist.
mbl.is