Afmæliskaka Nóa Síríus

Arnþór Birkisson

Það var engin önnur en Elenora Rós Georgesdóttir sem fengin var til að búa til afmælisköku handa Nóa Síríus. Eins og sjá má er kakan sannkölluð súkkulaði- og karamelluveisla. Elenora tekur það skýrt fram að hver megi skreyta kökuna með sínu nefi og með sínu uppáhaldssælgæti.

Karamellusprengja
Botn
  • 360 g hveiti
  • 400 g sykur
  • 120 g smjör við stofuhita
  • 10 g matarsódi
  • 5 g salt
  • 20 g lyftiduft
  • 100 g bragðlaus olía
  • 4 egg
  • 180 g sýrður rjómi
  • 20 g vanilla
  • 100 g vatn
  • 50 g brætt Síríus suðusúkkulaði
  • 10 g Síríus kakóduft

Aðferð:

1. Byrjið á að hita ofninn í 165°C.

2. Hrærið saman þurrefni og smjör í 7-8 mínútur eða þar til þetta er orðið að mjöli og engir smjörkögglar eru eftir.

3. Á meðan hrærið þið saman sýrðan rjóma, olíu, egg og vanillu þangað til blandan er komin alveg saman.

4. Þegar þurrefnablandan er tilbúin hellið þið vökvablöndunni saman við og hrærið í mínútu.

5. Þegar deigið er komið saman hellið þið vatninu út í og hrærið í 1-2 mínútur.

6. Skiptið deiginu í tvennt. Bætið kakói og bræddu súkkulaði saman við annað deigið.

7. Setjið helminginn af súkkulaðideiginu og helminginn af vanilludeiginu í eitt kökuform og hinn helminginn í annað kökuform.

8. Rennið litlum hníf eða tannstöngli í gegnum deigið svo að það komi marmaraáferð á kökubotnana.

9. Bakið í 40 mínútur eða þar til hliðarnar fara að losna frá forminu og pinna er stungið í kökuna og hann kemur hreinn upp.

Smjörkrem

  • 500 g smjör við stofuhita
  • 800 g flórsykur.
  • Ein plata af karamellufylltu súkkulaði
  • 20 g rjómi
  • 150 g karamellukurl
  • 50 g saxað Nóa Kropp

1. Bræðið saman rjóma og eina plötu af karamellufylltu súkkulaði yfir vatnsbaði. Leyfið þessu að kólna vel.

2. Þeytið smjör í 4-6 mínútur.

3. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið í 6-8 mínútur.

4. Bætið bræddu blöndunni saman við smjörkremið og þeytið áfram þar til kremið er orðið silkimjúkt, létt og ljóst.

5. Blandið varlega saman við kremið karamellukurli og Nóa Kroppi.

Samsetning:

1. Setjið annan botninn á kökudisk.

2. Setjið kremið ofan á botninn og svo næsta botn ofan á.

3. Þekið kökuna með kremi og skreytið eftir smekk.

Elenora Rós Georgesdóttir
Elenora Rós Georgesdóttir Arnþór Birkisson
Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert