Stórstjörnur sem brugga sitt eigið vín

Leikkonan Cameron Diaz og frumkvöðullinn Katherine Power standa á bak …
Leikkonan Cameron Diaz og frumkvöðullinn Katherine Power standa á bak við Avaline sem er bæði hvítvín og rósavín. Vínin eru hvoru tveggja vegan og framleidd úr lífrænt ræktuðum vínberjum. Eins eru öll hráefnin talin upp á miðanum framan á flöskunni, svo það fer ekkert á milli mála hvað þú ert að láta ofan í þig. mbl.is/Justin Coit / Avaline

Þær eru ófáar stjörnurnar sem standa á bak við vínframleiðslu af einhverju tagi. Það virðist vera vinsælt að vera í einhverskonar rekstri þegar þau standa ekki á hvíta tjaldinu eða syngja fyrir milljónir áhorfenda.

Árið 2017 var Ryan Reynolds staddur á bar í Vancouver …
Árið 2017 var Ryan Reynolds staddur á bar í Vancouver og gat ekki hætt að drekka sama kokteilinn sem hann pantaði aftur og aftur. Að lokum komst hann að því að það var Aviation Gin sem gerði drykkinn svona ómótstæðilegan. Ári seinna var Ryan Reynolds orðinn einn af eigendum fyrirtækisins. mbl.is/Instagram / Aviationgin
Sarah Jessica Parker nýtti reynslu sína af því að blanda …
Sarah Jessica Parker nýtti reynslu sína af því að blanda ilmvötnum í samstarfsverkefni við Invivo – margverðlaunað vínfyrirtæki á Nýja-Sjálandi. En hún nefnir vínin og hannar allar merkingar á flöskurnar. En til gamans má geta að skuggar Invivo-merkisins samsvara ákveðnum lit sem er einn af uppáhalds satín litum Söru Jessicu, á skóm úr eigin vörumerki. mbl.is/Getty Images / Invivosjp
NBA stjarnan Michael Jordan ásamt nokkrum félögum, voru í árabil …
NBA stjarnan Michael Jordan ásamt nokkrum félögum, voru í árabil að útfæra Cincoro tequila sem þykir alveg einstaklega gott vín af sinni tegund. mbl.is/Instagram / Cincorotequila
Yndislega Kate Hudson framleiðir vodka sem kallast King St. Vodka. …
Yndislega Kate Hudson framleiðir vodka sem kallast King St. Vodka. En flaskan er alveg jafn hrein og falleg og leikkonan sjálf. mbl.is/Instagram / Kingstvodka
Ef þú þekkir Villa One tequilað, þá er það Nick …
Ef þú þekkir Villa One tequilað, þá er það Nick Jonas sem framleiðir það ásamt tískuhönnuðinum John Varvatos. mbl.is/Instagram / Villlaone
Að sjálfsögðu er drottningin sjálf, Martha Stewart, með sína eigin …
Að sjálfsögðu er drottningin sjálf, Martha Stewart, með sína eigin vínframleiðslu. En þess má geta að Martha smakkar og dæmir sjálf öll þau vín sem rata inn á heimasíðuna hennar. mbl.is/Instagram / Marthawineco
Dwayne „The Rock” Johnson hefur áður komið til tals hér …
Dwayne „The Rock” Johnson hefur áður komið til tals hér á vefnum, en hann framleiðir hið margumrómaða Teremana tequila. mbl.is/Instagram / Teremana
mbl.is