Svona grillar Linda Ben. súkkulaðifyllta banana

Ljósmynd/Linda Ben

Það þarf ekki að vera flókið að grilla geggjaðan eftirrétt. Hér fer Linda Ben. á kostum í einfaldleikanum og notar súkkulaði fyllt með saltkaramellu. Snilld!

Grillaðir bananar

  • Bananar
  • Síríus Pralín-súkkulaði með saltkaramellufyllingu

Aðferð:

  1. Skerðu alveg ofan í bananann eftir endilöngu án þess þó að skera hann í tvennt.
  2. Opnaðu skurðinn á banananum og settu 5-6 bita af súkkulaðinu (fer eftir stærð bananans).
  3. Klæddu bananann í álpappír og láttu súkkulaðið standa upp.
  4. Grillaðu bananann á meðalheitu grilli þar til bananinn er orðinn mjúkur og súkkulaðið bráðnað.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is