Var neitað um heitt vatn á bar

Það var á þessum tiltekna bar sem að konu var …
Það var á þessum tiltekna bar sem að konu var neytað um heitt vatn og sykur. Mbl.is/Ben Madigans_FB

Bar nokkur í Bretlandi hlaut eina stjörnu í umsögn eftir að kona pantaði heitt vatn og sykur án endurgjalds – henni var neitað um seinni bollann, svo hún gekk út af staðnum.

Kona nokkur pantaði heitt vatn og sykur á bar, án kostnaðar, og hitaði sér te er hún hafði meðferðis. Þegar hún bað um bolla númer tvö var henni neitað.  Hún arkaði þá út og rakleiðis á Google review, til að gefa staðnum eina stjörnu í meðmæli. Í ummælum hennar segir að barinn hafi nánast verið tómur og starfsfólk ekki undir neinu álagi. Henni hafi þar af leiðandi fundist svívirðilegt að hún mætti ekki mæta með sitt eigið te á staðinn.

Bareigandinn hefur fengið stuðning almennings á samfélagsmiðlum eftir að hann tísti um atvikið. Hann segir jafnframt að allt kosti – starfsfólk, loftkæling, lýsing, rafmagn til að hita vatnið, vatnið sjálft, uppþvottavélin, bollinn og undirskálin, fyrir utan sykurinn og þrif. Flestir voru á hans bandi og tóku undir með barþjóninum en einn vildi meina að vatn og sykur hefði örugglega fleytt honum lengra með ánægðum viðskiptavini sem kæmi til með að hrósa staðnum fyrir vikið.

Bareigandinn Kelvin Collins fór með málið inn á Twitter.
Bareigandinn Kelvin Collins fór með málið inn á Twitter. Mbl.is/Ben Madigans_FB
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert