Barnamáltíðin innihélt lyfseðilsskyld lyf

mbl.is/Colourbox

Kona nokkur er allt annað en sátt eftir að barnamáltíð sem hún pantaði á skyndibitastaðnum McDonald's innihélt ýmislegt annað en bara mat. 

Í kassanum reyndist vera lyfjaspjald sem innihélt lyfseðilsskylt lyf ásamt penna.

Skýringin er sú að þegar starfsmaður var að afgreiða máltíðina féll þetta úr skyrtuvasanum ofan í kassann. Eins og búast mátti við varð allt vitlaust og er búið að kæra tvo starfsmenn veitingastaðarins fyrir vörslu ávanabindandi lyfja sem þeim var ekki ávísað af lækni. Frétt

People um málið.

mbl.is