Nýtt frá Nesquik

Hérlendis höfum við hingað til einungis fengið hefðbundna Nesquik-kakóduftið en nú er kominn tími á breytingar enda er fjöldi afbrigða í boði erlendis sem við fáum ekki að smakka.

Það nýjasta er karamellu- og súkkulaðisveifla (gróf þýðing) sem smakkast eins og karamelludraumur ef að líkum lætur.

Varan er fáanleg erlendis og vonandi fer að rofa til í Nesquik-málum hér á landi.

mbl.is