Einfaldar en æðislegar lágkolvetnapönnukökur

Nú þegar janúar er genginn í garð vilja mörg okkar leggja línurnar að ánægjulegu ári, og spilar heilsusamlegt mataræði þar stóra rullu. Hér má finna gómsætar uppskriftir með vörum frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good sem eiga það sameiginlegt að hafa lágt hlutfall kolvetna og vera með öllu sykurlausar.

Uppskriftirnar hér að neðan henta þannig öllum sem vilja minnka neyslu á sykri eða aðhyllast lágkolvetnamataræði.

Einfaldar lágkolvetnapönnukökur

  • 2 egg
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. Sweet Like Syrup frá Good Good
  • 3 msk. kókoshveiti
  • 3 dropar af vanillu Sweet Drops of Stevia frá Good Good
  • 60 g rjómaostur
  • 3 msk. rjómi

Aðferð

  1. Blandið öllum innihaldsefnum saman
  2. Steikið pönnukökur á meðalheitri pönnu
  3. Framreiðið með þeyttum rjóma, Sweet Like Syrup, ferskum ávöxtum eða hverju sem hugurinn girnist

Smá-ketó-kökur

  • 115 g möndluhveiti
  • 225 g ósaltað smjör (mjúkt)
  • 80 + 120 ml Sweet Like Sugar frá Good Good
  • 2 msk. kakóduft
  • 1 stórt egg
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1/4 tsk. salt

Leiðbeiningar

  1. Stillið ofn á 180 gráður celsíus, undir- og yfirhita. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og leggið til hliðar.
  2. Setjið 120 ml af Sweet Like Sugar í matvinnsluvél eða blandara og púðrið þar til áferðin líkist flórsykri. Setjið í disk og leggið til hliðar.
  3. Blandið saman smjöri, eggi, 80 ml af Sweet Like Sugar og vanilludropum í skál.
  4. Hrærið saman þurrefnum og bætið síðan saman við hráefnin í skálinni. Hrærið þar til öll hráefni hafa blandast saman.
  5. Mótið 12-15 kúlur úr deiginu, veltið upp úr Sweet Like Sugar-flórsykrinum og raðið á bökunarpappírinn með jöfnu millibili.
  6. Bakið kökurnar í 10-12 mínútur þar til sprungur byrja að myndast á yfirborði þeirra.
  7. Leyfið kökunum að kólna í að minnsta kosti 10 mínútur. Á meðan þær eru enn heitar kunna þær að virðast ekki nægilega vel bakaðar, en þær verða stökkari við að kólna.
  8. Stráið restinni af púðrara Sweet Like Sugar yfir kökurnar. Þær geymast vel í loftþéttu boxi – ef þú klárar þær ekki strax.

(Ath. hægt er að búa til möndluhveiti með því að setja hýðislausar möndlur í blandara eða matvinnsluvél)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert