Krefja kartöflu um DNA próf

Átta kílóa kartafla fannst í jarðvegi og sækist eftir heimsmetatitli.
Átta kílóa kartafla fannst í jarðvegi og sækist eftir heimsmetatitli. Mbl.is/Massimiliano Finzi_Getty Images

Risavaxin kartafla þarf að gangast undir DNA próf til að sanna að hún sé ekta og þá hvort hún geti unnið sér inn heimsmetartitil Guinness.

Um ræðir kartöflu sem vegur hvorki meira né minna en tæp átta kíló og er í eigu Colin og Donna Craig-Brown frá Nýja-Sjálandi. Þau fundu kartölfuna undir mjúkum jarðveginum og ætluðu vart að trúa eigin augum er þau drógu loksins risastóra og hálf vanskapaða kartöflu upp úr jörðu sem þau gáfu nafnið „Dug“.

Heimsmetabók Guinness er þó efins hvort um ekta kartöflu sé að ræða, eða erfðabreytt matvæli - og óskaði eftir bita úr flykkinu til sönnunar. Kartöflueigendurnir hafa geymt kartöfluna í frysti sem er byrjuð að mygla og eins hefur kartaflan misst hluta af þyngd sinni frá því hún var dregin upp úr jörðu í ágústmánuði. En örlög „Dug“ eru þó skrifuð í skýin, því eigendurnir hafa hug á að breyta kartöflunni í vodka – og því er stóra spurningin sú, hvort að „Dug“ nái hampa heimsmetatitliinum áður en kartaflan breytist í vökvaform.

Mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert