Japanskar okonomiyaki pönnukökur

Japanskar pönnukökur smakkast ótrúlega spennandi.
Japanskar pönnukökur smakkast ótrúlega spennandi. Mbl.is/Shariken_Moment Open/Getty Images

Það kennir ýmissa grasa í matarheiminum og eitt af því sem vekur sífellt meiri athygli á  okkar breiddargráðu, eru japanskar matpönnukökur. Rétturinn kallast okonomiyaki og bragðast hreint dásamlega – en hver og einn ræður ferðinni varðandi fyllingar og álegg.

Japanskar pönnukökur

Pönnukaka

 • 150 g hveiti
 • 50 g panko- eða sælkerarasp
 • ¼ tsk. salt
 • ¼ tsk. sykur
 • 2 dl kalt soð eða vatn
 • 4 egg
 • 500 g toppkál
 • 1 búnt vorlaukur
 • ½ msk. olía

Fylling

 • 1 laukur eða 2 skalottlaukar
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 10 g ferskt engifer
 • 1 ferskur chilipipar
 • ½ msk. olía
 • 350 g nautahakk
 • Salt og pipar
 • 2-3 msk. söxuð steinselja eða kóríander

Okonomiyaki-sósa

 • 1 bolli tómatsósa
 • 2 msk. fljótandi hunang
 • 1½ msk. Worcestershire sósa
 • 1 msk. sojasósa

Majónes

 • 75 g majónes
 • 1 msk. hrísgrjónaedik (eða eplaedik)
 • ½ msk. sykur

Aðferð:

 1. Pönnukökur: Blandið hveiti, raspi, salti og sykri saman í skál og hrærið köldu soði eða vatni saman við. Hrærið eggin saman við, eitt í senn. Skerið toppkál og vorlauk smátt og blandið saman við deigið. Geymið 1 dl vorlauk til skrauts.
 2. Hitið pönnu (18-20 cm) með svolítilli olíu og skiptið deiginu í fjórar 2 cm þykkar pönnukökur - þær eiga að fá 3-4 mín. á báðum hliðum.
 3. Fylling: Hreinsið og skerið lauk, hvítlauk, engifer og chilipipar smátt.
 4. Brúnið kjötið á heitri pönnu með olíu. Bætið fínt söxuðu hráefninu út í og ​​steikið á meðan hrært er í í 5-10 mín. Kryddið með salti og pipar og bætið saxaðri steinselju eða kóríander út í.
 5. Okonomiyaki sósa og majónes: Hrærið hráefninu saman.
 6. Berið kjötið á pönnukökurnar og dreypið sósu og majónesi yfir. Skreytið með vorlauk og berið okonomiyaki strax fram.
mbl.is