Vogue velur bestu barina í Reykjavík

Skandinavíska útgáfa Vogue birtir mjög áhugaverðan lista yfir þá bari/veitingastaði í Reykjavík sem bent henta fyrir happy hour eða drykki eftir vinnu að þeirra mati.

Hér kennir ýmissa grasa en flestir þessara staða eru okkur vel kunnugir enda verið vinsælir í fjölda ára.

Á toppnum trónir Apótekið sem kemur sjálfsagt fáum á óvart enda einstaklega skemmtilegur staður með metnaðarfullan barseðil og skemmtilegt andrúmsloft.

Í öðru sæti er svo Röntgen og í því þriðja er Vínstúkan Tíu Sopar.

Hér er listinn í heild sinni.

  1. Apótekið
  2. Röntgen
  3. Vínstúkan Tíu Sopar
  4. Snaps
  5. Coocoo’s Nest
  6. Luna Flórens
  7. Skál!
  8. Jungle
  9. Veður

Heimild: Vogue Scandinavia

mbl.is
Loka