Átta góð ráð við piparkökubakstur

Bökum og skreytum fyrir jólin - það er gaman!
Bökum og skreytum fyrir jólin - það er gaman! mbl.is/Pinterest

Hér færum við ykkur átta góð ráð við bakstur og byggingu á piparkökuhúsum: 

  1. Búðu til þitt eigið deig og glassúr - það gefur mun betri áferð en það sem þú kaupir úti í búð. 
  2. Fletjið deigið út beint á bökunarpappír. 
  3. Setjið deigið í kæli. 
  4. Búið til gat á bakhliðina ef þið viljið koma ljósaseríu fyrir inni í húsinu. 
  5. Ef húsið er eingöngu til skrauts en ekki til að borða, límið það þá saman með límbyssu. 
  6. Skreyttu fletina eins mikið og þú getur áður en þú setur húsið saman. 
  7. Bakaðu nokkrar auka kökur til að eiga ef eitthvað fer úrskeiðis. Það getur verið gott að eiga efni til vara. 
  8. Umfram allt, góða skemmtun og ekki stressa þig - þetta verkefni má taka sinn tíma. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert