Jurtamjólkin sem kemur á óvart

Framboð á jurtamjólk hefur aukist mikið á undanförnum árum og nú má velja á milli þó nokkurra gerða sem ýmist eru unnar úr höfrum, möndlum, soja eða öðru hráefni.

Með Sproud-jurtamjólkinni er þó annað upp á teningnum því hráefnið í þessa óvenjulegu mjólk er hversdagslegra en marga grunar því hún er unnin úr baunum.

Sproud-jurtamjólkin er afsprengi sænskra frumkvöðla sem áttu sameiginlega reynslu af þróun umhverfisvænna matvæla og drykkja, auk þess að vera sérlegt áhugafólk um hið annars lítilláta hráefni – baunir. Fyrir utan hollustuþáttinn, frábært bragð og mjúka áferð skiptir umhverfisvinkillinn við framleiðslu Sproud líka miklu máli. Baunaræktun krefst afar lítillar vatns- og orkunotkunar, ef miðað er við ræktun annarra jurtamjólkurhráefna á borð við soja og hafra. Baunin er þar að auki svolítil ofurhetja því baunaplöntur auka gæði og frjósemi jarðvegsins þar sem þær eru ræktaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert