Svona masterar þú fullkomnar pönnukökur

Pönnukökur bæta alltaf skapið!
Pönnukökur bæta alltaf skapið! mbl.is/Jamie Oliver

Er það einungis heppni eða einstök fimni í úlnliðinum sem sker úr um gæði pönnukökunnar, þegar við snúum henni á pönnunni? Eða kannski hvoru tveggja! Pönnukökur líta alls ekki út fyrir að vera erfiður bakstur, en getur auðveldlega farið úr böndunum ef við vöndum okkur ekki.

Kokkur að nafni Lisa Marley, deildi myndbroti á TikTok þar sem hún fer yfir meginreglurnar til að mastera fullkomnar pönnukökur.

  • Notið pönnu með teflon húð.
  • Leyfið deiginu að standa í fimm mínútur áður en þið hellið því á pönnuna.
  • Sjáið til þess að pannan sé sjóðandi heit er þið hellið olíu eða setjið smjör á pönnuna.
  • Þegar þið hellið deiginu á pönnuna, veltið þá pönnunni til að deigið nái að fylla út í allan botninn. Þegar litlar loftbólur hafa myndast í deiginu, skaltu aðeins velta pönnunni fram og til baka til að losa um pönnunkökuna - og þá getur þú byrjað að flippa henni við. Hreyfingin liggur í úlnliðnum og best er að vera ákveðinn og snöggur er við handleikum pönnuna. Það má sjá nánar hvernig Lisa Marley sýnir réttu handtökin í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
@metrouk It's pancake day again! 🥞 But those perfect golden folds can soon turn into a lumpy, burnt mess if you don't make them right. Thankfully, Chef Lisa Marley is here to give a quick rundown of the steps you need to follow for the perfect crepe 👆 #pancakeday #pancakesrecipe #pancakes #pancakechallenge ♬ original sound - MetroUK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert