Húsráð

Svona þrífur þú rauðvín sem sullast niður

18.11. Ef þú lendir í því óhappi að velta rauðvínsglasinu þínu niður og það endar á mottunni eða teppinu á gólfinu – þá þarftu ekki að örvænta. Það þarf enginn blettur að vara að eilífu. Meira »

Er skápafýla af fötunum þínum?

16.11. Eins ótrúlegt og það kann að virðast getur fremur auðveldlega myndast skápafýla eða geymslufýla sem virðist hafa sérstakt lag á að koma sér þægilega fyrir í fatnaði. En hvað er til ráða? Meira »

Góð ráð til að forðast flensu

7.11. Það eru eflaust einhverjir búnir að taka út veikindi þessa dagana og varla hjá því komist á þessum árstíma. Það eru nokkur atriði sem auðvelt er að hafa í huga heima fyrir til að fyrirbyggja að flensan yfirfærist á restina af heimilisfólkinu. Meira »

Besta ráðið til að þrífa flatskjáinn

6.11. Hefur þú þurrkað af flatskjánum heima hjá þér og eftir sitja rendur sem þú kærir þig ekkert um. Ekki örvænta því við höfum fundið ráð við því. Meira »

Leynitrixið til að skera kökuna þráðbeina

1.11. Hver kannast ekki við að baka kökubotna sem koma hálfskakkir úr ofninum og okkur langar helst til að fara að skæla?   Meira »

Svona opnar þú dós án dósaupptakara

1.11. Hefur þú lent í því að standa í matargerð í útilegu, sumarbústað eða jafnvel heima fyrir - það þarf að opna baunadós og engin slík græja í næsta radíus? Meira »

Svona þrífur þú brenndan pott

24.10. Við höfum öll lent í því að hrísgrjónagrauturinn brenni við í pottinum og eftir situr brennd mjólk. Alveg sama hvað við skrúbbum og skrúbbum þá losnar ekkert úr botninum. En það er algjör óþarfi að hengja haus því við erum með lausnina fyrir þig. Meira »

Algeng mistök við heimilisþrifin

16.10. Það eru nokkur atriði sem við ættum að hafa í huga við heimilisþrifin, því í sumum tilfellum erum við jafnvel að dreifa óhreinindunum frekar en að sópa þeim út. Meira »

Vinna á ólykt, ryðblettum og þrútnum augum

10.10. Hvern hefði grunað að notaðir tepokar væru svona gagnlegir? Hér eru nokkur stórfín ráð um hvernig má nota tepoka eftir góðan morgunbolla. Meira »

Ertu með frystinn fullan af ÓFH?

4.10. Það er oft ekki tekið út með sældinni að halda heimili - eða ísskáp ef út í það er farið. Oftar en ekki endar það með ósköpum og ísskápurinn fyllist af ÓFH. Meira »

Sykur er gagnlegri en þig grunar

24.9. Sykur er til á nær öllum heimilum og flest reynum við eftir megni að borða sem minnst af honum. Hann getur hins vegar reynst mun gagnlegri en þig grunaði. Meira »

Uppþvottalögur gerir meira en þig grunar

18.9. Það virðist vera sem einföldustu hlutir á heimilinu séu hið mestu þarfaþing. Hér eru nokkur dæmi um hvernig uppþvottalögur getur komið til bjargar á ögurstundum. Meira »

Töfralausnir með tannkremi og matarsóda

12.9. Við elskum einfaldar lausnir og þá sérstaklega þær sem krefjast ekki mikils tíma eða peninga. Hér eru nokkur ráð þar sem tannkrem og matarsódi koma við sögu – eitthvað sem er alltaf til í skúffunum heima. Meira »

5 skotheld húsráð

26.5. Allt sem einfaldar lífið bætir og kætir, og fátt kætir okkur hér á Matarvefnum eins og gott húsráð. Hér má finna nokkur skotheld ráð sem eru til þess gerð að létta okkur lífið við þrifin. Meira »

Svona losnar þú við svitabletti úr skyrtum

30.10. Skyrtur! Flíkin sem við notum hversdags og spari á það til að fá litla gula svitabletti í kragann og undir handarkrikana. Eitthvað sem við einfaldlega komumst ekki hjá. Meira »

Þetta getur þú með viskastykki

19.10. Viskastykki eru hið mesta þarfaþing og alls ekki bara til að þurrka leirtau og glös. Þau eru rakadræg og geta og hafa komið að góðum notum í stað handklæðis, án þess að fara eitthvað nánar út í það. Meira »

Hefur þú þrifið hnífastandinn nýlega?

12.10. Manstu hvenær þú þreifst seinast hnífastandinn? Ef ekki, þá er þetta húsráð fyrir þig. Það er nefnilega mikilvægara en við höldum að þrífa standinn reglulega því við viljum alls ekki að bakteríur og önnur óhreinindi safnist saman við hnífana sem við notum daglega. Meira »

Hlutir sem mega alls ekki fara í uppþvottavélina

9.10. Það eru eflaust margir eins og við sem henda öllu inn í uppþvottavélina til að auðvelda daginn. Sumt á einfaldlega ekki erindi þar eins og gamla kaffistellið frá ömmu með gyllingunni og nokkrir aðrir hlutir sem við tókum saman. Meira »

Hvenær er best að þvo gluggana?

25.9. Maður spyr sig þegar alls kyns heilræði og húsráð fljóta um netið – hvað sé satt og hvað sé rangt? Það er alveg sama hvort eða hvernig, við elskum að lesa um húsráð sem hjálpa okkur í annasömum hversdagsleikanum. Meira »

Eggjaskurnin er gagnlegri en þig grunar

20.9. Egg eru í hugum margra lífsnauðsynleg; þau eru ómissandi í bakstur, holl og góð og ákaflega bragðgóð. En skurnina má einnig nota á ýmsa vegu, ekki bara sem páskaskraut einu sinni á ári. Meira »

Húsráð sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara

16.9. Við getum alltaf á okkur fleiri húsráðum bætt, hvort sem við förum eftir þeim eða hvað.   Meira »

Húsráð sem geta bjargað tilverunni

27.5. Fátt jafnast á við vorhreingerninguna góðu. Líkt og Lóan syngur í móa er það fyrir okkur sem ljúfur vorboði að heyra sápu freyða í fötum og ryksuguna dregna fram til að háma í sig ryk og drullu vetrarins. Hérna eru nokkur bráðsniðug húsráð sem nota má til að koma heimilinu í stand fyrir sumarið. Meira »