Átta skref að skínandi eldhúsi

Hversu hreint er eldhúsið þitt?
Hversu hreint er eldhúsið þitt? mbl.is/Getty Images

Þegar við þrífum heima hjá okkur, eigum við það til að reyna að „sleppa“ eins vel frá eldhúsinu og við mögulega getum. Því við tökum jú til og þurrkum þar af eftir hverja máltíð. En er það nóg?  Einhverjir myndu svara játandi á meðan aðrir vita að svo er ekki raunin. Því það er alls kyns fita og blettir sem okkur yfirsést án þess að taka mikið eftir því.

Háfurinn
Sían í háfnum getur orðið ansi fitug og skítug, því er mikilvægt að þrífa hana í það minnsta einu sinni í mánuði. Þetta er nauðsynlegt að gera ef þú vilt að hún vinni sína vinnu eins og henni ber skylda til að gera og forðast það að eldhúsið þitt muni lykta eins og á hamborgarastað eftir eina máltíð. Í flestum tilfellum getur þú sett síuna í uppþvottavélina eða lagt hana í sjóðandi heitt sápuvatn.

Ofninn
Hraða útfærslan er að smyrja ofninn með brúnsápu og kveikja á ofninum á 50°, í sirka hálftíma. Hér eftir er hann þrifinn með heitu vatni. Þú getur líka sleppt því að kveikja á ofninum og látið frekar brúnsápuna virka yfir nótt. Mundu bara að vera í hönskum þegar þú smyrð brúnsápunni á.

Bökunarplötur
Bökunarplötur og rist má sannarlega þrífa. Best er að leggja þetta í bleyti yfir nótt og blanda þá saman vatni, uppþvottalegi og salmiakspiritus. 5 l af vatni, ½ dl uppþvottalögur og ½ dl salmiakspiritus. Þetta mun lykta, en þetta virkar.

Ísskápurinn
Edik og sítrónuvatn er það besta í þessu tilviki. Munið bara að þurrka yfir með rökum hreinum klút.

Skúffur
Það er ekkert vit í að leggja hrein hnífapör aftur ofan í skúffu sem er skítug. Svo muna að þrífa hnífaparaskúffuna reglulega.

Vaskur
Skítugur vaskur er paradís fyrir bakteríur og stundum gleymum við að þrífa hann almennilega. Hér er gott að nota lyftiduft sem þú leysir upp í smá vatni og nuddar vaskinn að innan. Notið því næst hreinan klút til að strjúka yfir. En athugið, þið gætuð þurft að nota svamp til að þrífa í kringum niðurfallið.

Örbylgjuofn
Skál af vatni með sítrónusafa eða sítrónuskífum á fullum hita í nokkrar mínútur, þannig að vatnið nái að sjóða. Leyfið því næst skálinni að bíða í nokkrar mínútur inni í ofninum áður en þú þurrkar öll óhreinindi bak og burt.

Veggir
Hvort sem þú ert með málaða veggi, flísar eða annars konar klæðningu eru veggirnir alveg örugglega skítugir. Fita og önnur óhreinindi er gjörn á að slettast á ólíklegustu staði.

mbl.is/Maria Siriano
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert