Svona nýtir þú afgangskaffi

mbl.is/Colourbox

Það má nýta afganginn úr kaffibollanum á ýmsa vegu samkvæmt helstu kaffispekúlöntum þarna úti. Hér koma öll bestu ráðin í bókinni.

Gefðu viðarhúsgögnum nýtt líf
Kaffi er náttúrulegur og alls ekki eldfimur valkostur fyrir viðarhúsgögnin þín. Og þú færð fallegan karamellulitaðan tón með því að bera kaffi á viðinn, fyrir utan að allir flekkir í viðnum jafnast út. Notið þó alltaf kalt kaffi í verkið og því meira kaffi sem þið notið, því dekkri verður viðurinn.

Plöntunæring
Ef grænblöðungarnir séu farnir að hengja haus þurfa þeir kannski á smá kaffi að halda. Útþynnt kaffi getur verið afar gott fyrir heilsu plantna. Bruggað svart kaffi inniheldur kalíum og magnesíum sem virkar sem næringarefni fyrir plöntur og styrkir um leið stilkana sem heldur plöntunum grænum og lifandi. Blandið saman kaffi og vatni (1:4) og vökvið með blöndunni einu sinni í viku.

Kaffisíróp
Þú getur notað afgangskaffi í að bragðbæta næsta kaffibolla með afar einföldum hætti. Sjóðið svart kaffi með jafnmiklu magni af sykri þar til blandan verður þykk í sér. Sírópið endist í allt að 2 vikur í kæli og er frábært út á ís, pönnukökur eða þar sem síróp kemur við sögu.

Hárnæring
Koffín í kaffi er dásamlegt fyrir hárið – það styrkir hárræturnar og nærir um leið hársvörðinn. Eftir að hafa þvegið hárið með sjampói skaltu hella kaffinu yfir hárið og hársvörðinn. Gott er að setja hárið inn í sturtuhettu og láta standa í hálftíma áður en þú skolar burt með heitu vatni. Með því að gera þetta einu sinni í viku mun hárið þykkjast og áferðin verða fallegri fyrir vikið.

Ekki hella afgangskaffi í vaskinn! Notaðu það frekar í hin …
Ekki hella afgangskaffi í vaskinn! Notaðu það frekar í hin ýmsu húsverk. mbl.is/Colourbox
mbl.is