Vissir þú að tannburstinn þinn er tryllitæki?

Tannburstinn er lítið töfratæki að okkar mati.
Tannburstinn er lítið töfratæki að okkar mati. mbl.is/Joe Lingeman

Við höfum sagt frá ótal hugmyndum um hvernig megi nota gamla tannbursta við þrif. Því þeir komast nefnilega aðeins lengra og betur á litla þrönga staði sem önnur tól eiga ekki roð í.

Næst þegar þú ætlar að henda út gömlum tannbursta skaltu prófa þetta trix. Settu tannburstann í pott með vatni og láttu sjóða. Taktu þá töng og prófaðu að beygja tannbursta-hausinn um 90 gráður. Leyfðu burstanum að kólna í þessari stellingu og þá ertu kominn með frábært verkfæri sem auðveldar þrifin enn meira.

Setjið tannburstann í sjóðandi heitt vatn.
Setjið tannburstann í sjóðandi heitt vatn. mbl.is/Joe Lingeman
Beygðu hausinn á tannburstanum og þú ert komin með nýtt …
Beygðu hausinn á tannburstanum og þú ert komin með nýtt tól sem mun auðvelda þrifin. mbl.is/Joe Lingeman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert