Ryksugutrixin sem allir verða að kunna

Er möguleiki á að þú sért ekki að sinna ryksugunni …
Er möguleiki á að þú sért ekki að sinna ryksugunni nóg? mbl.is/ninalutz.com

Á meðan við sitjum fyrir framan sjónvarpið hittast rykhnoðrar í öllum hornum og para sig saman í rólegheitunum. Og þegar við ætlum að grípa til verka er stór möguleiki á því að vinsælasta og þarfasta hreinlætistækið okkar á heimilinu, ryksugan, sé ekki að fá þá athygli sem hún þarfnast.

Miklu meira en bara ryksugupokinn
Ryksugur eru eitt besta verkfærið þegar kemur að gólfþrifum og því nauðsynlegt að skipta reglulega um poka. En það er eitt mikilvægt atriði í þessu – flestar ryksugur liggja niðri á fjórum hjólum og geta því teppt sogkraftinn til muna. Gott ráð er að lyfta ryksugunni upp og leyfa henni að standa þannig á meðan hún er ekki í notkun. Þá þjappast innihald pokans niður í stað þess að loka fyrir.

Þrif á ryksugu
Við skiptum um poka og hreinsum síuna en það má einnig hafa í huga útblástursrifurnar við mótorinn, sem blæs lofti frá vélinni, þar má þurrka af. Eins þurfum við að kíkja reglulega í rörið því þar geta hlutir fest auðveldlega sem minnkar sogkraftinn í græjunni. Munnstykkið á ryksugunni er einnig fljótt að fyllast af hárum og öðru eins og þá er upplagt að nota greiðu eða bursta til að losa það frá .

Fimm atriði til að hafa bak við eyrað:

  • Ryksugan á að standa upprétt.
  • Skiptið um poka er hann fyllist.
  • Munið að hreinsa síuna.
  • Fjarlægið hluti sem festast í rörinu.
  • Hreinsið hár og annað frá munnstykkinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert