Hvað kostar að borða súkkulaði og drekka rauðvín?

Hvað kostar hlaupatúrinn?
Hvað kostar hlaupatúrinn? mbl.is/Getty

Hversu margir tengja við þann veikleika að geta ekki staðist girnilega köku eða ískaldan bjór á heitum sumardegi? Og það er allt í lagi að leyfa sér það – bara svo lengi sem það fer ekki út í öfgar.

Ef þú leyfir þér vínarbrauð í morgunmat í stað skálar af jógúrt með múslí, þá þarftu að hlaupa um 6 kílómetra til að ná því af þér. Hér fyrir neðan má líta á nokkrar góðar freistingar og hvað þær „kosta“. 

  • Mars-súkkulaði, (228 kcal): 3,5 km
  • Súkkulaðimöffins,75 g (305 kcal): 4,7 km
  • 1 poki Matador Mix, 120 g (414 kcal): 6,9 km
  • 1 Ritter Sport, mjólkursúkkulaði (531 kcal): 8,2 km
  • Vínarbrauð, 105 g, (407 kcal): 6,3 km
  • 1 crossant, 100 g (309 kcal): 4,1 km
  • Vanilluís, 100 g, (207 kcal): 3,2 km
  • 1 kókdós, (145 kcal): 2,2 km
  • 1 glas rauðvín, 2 dl (145 kcal): 2,4 km
  • 1 flöskubjór, (130 kcal): 2 km
  • 1 júsglas, (86 kcal): 1,3 km
  • Kaffi með mjólk og sykri, (62 kcal): 1 km
  • 1 ostborgari frá McDonald's, (300 kcal): 4,6 km
  • Franskar kartöflur, 100 g (312 kcal): 4,8 km
  • Kartöfluflögur, 100 g (530 kcal): 8,2 km
  • Nautakjöt, 100 g (250 kcal): 4,1 km
  • Heilhveitipasta, 100 g (142 kcal); 2,2 km 
  • Lasagne, 200 g (270 kcal): 4,2 km
  • 1 laxastykki, 100 g (208 kcal): 3,2 km
  • 1 kjúklingabringa, 130 g (220 kcal): 3,4 km
  • Pizzastykki, ca. 100 g (265 kcal): 4 km
  • Ólífuolía, 20 ml (176 kcal) 2,7 km
  • 2 ostsneiðar, 30% (92 kcal): 1.4 km
  • 1 egg, (93 kcal): 1,4 km
  • Múslí, 1 dl (143 kcal): 2,2 km
  • Smjör, 20 g (143 kcal): 2,2 km
  • Jógúrt, 100 g (59 kcal): 0,9 km
  • 2 rúgbrauðssneiðar, (200 kcal): 3,1 km
  • 2 hrökkbrauðssneiðar (90 kcal): 1,4 km
  • 20 möndlur (120 kcal): 1,8 km
  • 2 gulrætur (50 kcal): 0,8 km
  • 1 avocado (265 kcal): 4,1 km
  • 1 epli (52 kcal): 0,8 km
  • 1 agúrka, 100 g (14  kcal): 0,2 km 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert