Hversu lengi endist opin vínflaska?

Hversu lengi endist vín eftir að flaskan er opnuð?
Hversu lengi endist vín eftir að flaskan er opnuð? mbl.is/Madensverden.dk

Þegar stórt er spurt erum við með svörin! Ef þú ert í vafa um hversu lengi vínflaska endist eftir að hún er opnuð fyrir eitt glas, þá er svarið einfalt.

Allt vín sem þú opnar og klárar ekki á að fara í ísskáp. Þú þarft að geta lokað flöskunni og þá er gott að geyma korktappann – annars eru margar flöskurnar í dag farnar að vera með skrúfanlegum tappa. Þú getur geymt lokaða flösku í allt að eina viku án þess að vínið missi bragðið, sem veltur þó að sjálfsögðu á víninu sjálfu. Munið svo að taka vínið úr kæli tímanlega áður en þú hellir því aftur í glasið.

AFP
mbl.is