Sumac valinn besti veitingastaðurinn

Þráinn Freyr Vigfússon er maðurinn á bakvið Sumac.
Þráinn Freyr Vigfússon er maðurinn á bakvið Sumac. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingastaðurinn Sumac sópaði að sér verðlaunum á barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í 13. sinn í Kaupmannahöfn um helgina.

Sumac var valinn besti veitingastaðurinn á Íslandi og þótti jafnframt bjóða upp á besta kokteilaseðilinn hér á landi. Jafnframt var Leó Snæfeld Pálsson valinn besti barþjónninn og Funiks þótti besti „signature“-kokteilinn.

Þetta er í fjórða skipti sem Ísland tekur þátt í þessari virtu norrænu barþjónakeppni. Stór dómnefnd veitingamanna í hverju landi tilnefnir þá sem þykja hafa skarað fram úr í veitingabransanum á síðasta ári og þykir mikill heiður að hljóta tilnefningu, hvað þá verðlaunin sjálf.

Jungle var valinn besti kokteilbarinn hér á landi og besti nýi kokteilbarinn var valinn Bingo. Besta andrúmsloftið er á Kalda bar og Múlaberg bistro & bar fékk verðlaun í flokknum val fólksins. Þá var Ivan Svanur Corvasce verðlaunaður fyrir störf sín í veitingageiranum.

Af verðlaunum í öðrum löndum má geta þess að besti veitingastaðurinn í Danmörku þykir vera Goldfinch, í Finnlandi er það Yeastie Boi, í Noregi er það Katla og í Svíþjóð þykir Animo bera af. Hægt er að sjá öll úrslit á heimasíðu keppninnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert