Dreifðu Drumbum til trésmíðanema

Nói Síríus setti í síðustu viku á markað Eitt Sett Drumba eins og fjallað var um hér á matarvef mbl.is. Um er að ræða súkkulaðihjúpaða karamelludrumba með mjúkum lakkrískjarna, sem virðast renna ljúft ofan í þjóðina ef marka má viðtökurnar.

„Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og Drumbarnir hafa staldrað stutt við í verslunum. Það er greinilegt að fólk er alltaf spennt fyrir því þegar nýir meðlimir bætast við í Eitt Sett fjölskylduna,“ segir Selma Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus. „Það er líka ástæðan fyrir því að við hófum markaðsherferð fyrir Drumbana með kitlum, eða tíser herferð, ef maður leyfir sér að sletta örlítið. Svo fannst okkur tilvalið, vegna nafnsins Drumbar, að kíkja til nemenda í húsasmíði við Tækniskólann auk þess sem við heimsóttum verkmenntaskóla úti á landi og byggingavöruverslanir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Selma að lokum.mbl.is