Eitt elsta veitingahús Parísarborgar virðulegt og goðsagnakennt

Le Procope er goðsagnakenndur veitingastaður í 6. hverfi Parísar og …
Le Procope er goðsagnakenndur veitingastaður í 6. hverfi Parísar og býður upp á það besta í hefðbundinni franskri matargerð. Ljósmynd/Samsett

Le Procope er eitt elsta veitingahúsið í Parísarborg og er staðsett í hjarta Saint-Germain des Prés hverfisins. Le Procope er virðulegur staður sem var stofnaður 1686 af Francesco Procopio dei Coltelli og er flokkaður sem ekki bara elsti veitingastaður í París, heldur sem elsti starfandi veitingastaður í heimi, þar sem það hefur tekið á móti fjölda frægu fólki eins og Voltaire franskur rithöfundur og heimspekingur og Benjamín Franklín svo dæmi séu tekin.

Einnig er hægt að sitja utandyra og njóta.
Einnig er hægt að sitja utandyra og njóta. Skjáskot/Instagram

Hefðbundin frönsk matargerð

Le Procope er goðsagnakenndur veitingastaður í 6. hverfi Parísar. Le Procope er staður sem er samofin sögu og menningu Parísarborgar þar sem mestu rithöfundar og menntamenn söfnuðust saman og báru saman bækur sínar. Segja má að Le Procope bjóði upp á hefðbundna franska matargerð í ætt við bistro og ýmsa sérrétti. Á matseðlinum er að finna marga fræga franska rétti eins og franska gratíneraða lauksúpu, sólkola, andalifur, osso buco og crème brûlée svo fátt sé nefnt. 

Andalifur eða eins og við segjum á frönsku „Foie gras …
Andalifur eða eins og við segjum á frönsku „Foie gras de canard“ er ótrúlega góður réttur og nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Skjáskot/Instagram

Sögufrægur staður

Veitingastaðurinn skartar íburðarmiklum og glæsilegum innréttingum ásamt antíkhúsgögnum, málverkum, ljósakrónum og mörgum ólíkum minjagripum allt frá dögum Napóleons og mörgum öðrum sögulegum munum sem og veggfóðrinu frá 1830 sem stór hluti af franskri sögu innan veggja staðarins. Innréttingarnar innihalda einnig panelklæðningar, spegla, olíumálverk og andlitsmyndir af sögulegum og frægum viðskiptavinum sem hengdar eru upp á veggjum veitingastaðarins. Jafnframt eru endurgerðir bólstraðir stólar sem gerir þennan skemmtilega og áhugaverða veitingastað meira eins og eitt af söfnunum í París.

Le procope er afar virðulegur og fágaður veitingastaður. Mikið augnakonfekt.
Le procope er afar virðulegur og fágaður veitingastaður. Mikið augnakonfekt. Skjáskot/Instagram
Fagurfræðin og gamli klassíski stíllinn undirstrika virðuleikann.
Fagurfræðin og gamli klassíski stíllinn undirstrika virðuleikann. Skjáskot/Instagram
Sólkoli er einn vinsælasti fiskrétturinn er er beinhreinsaður fyrir framan …
Sólkoli er einn vinsælasti fiskrétturinn er er beinhreinsaður fyrir framan viðskiptavininn. Skjáskot/Instagram
Flamberaðar crêpes með appelsínulíkjör eru meðal frægustu rétta í Frakklandi …
Flamberaðar crêpes með appelsínulíkjör eru meðal frægustu rétta í Frakklandi eða eins og þær heita á frönsku „crêpes Suzette“. Skjáskot/Instagram
Girnileg þessi franska gratíneraða laukssúpa.
Girnileg þessi franska gratíneraða laukssúpa. Skjáskot/Instagram






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert