Kaffidrykkur gegn heilaþoku og acia grautur af betri gerðinni

Jóhanna Kristjánsdóttir fær sér ávallt ljúffengan og hollan kaffidrykk gegn …
Jóhanna Kristjánsdóttir fær sér ávallt ljúffengan og hollan kaffidrykk gegn heilaþoku á morgnana og næringarríkan og holla graut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins við Óðinsgötu, fær sér ávallt góðan morgunmat sem er nærandi fyrir líkama og sál. Hún og systir hennar eiga og reka saman Systrasamlagið sem er framsækin verslun og kaffihús eða jafnvel heilsuhof sem býður upp á úrval heilsuvara. Gaman er að geta þess að Systrasamlagið mun fagna 10 ára afmæli þann 15.júní næstkomandi en þær systur byrjuð á Seltjarnarnesi með litla kaffihúsið sitt árið 2013 en fluttu á Óðinsgötuna árið 2017.

Matseðill systra samanstendur meðal annars af hollum þeytingum, morgungraut, morgunverðarskálum, súrdeigssamlokum, skotum og drykkjum, allt meira og minna unnið úr lífrænu gæðahráefni. Ef himinblár matcha latte er eitthvað sem heillar þá er Systrasamlagið staðurinn. Jóhanna hefur meira en 30 ára reynslu af heilsubransanum og veit hvað hún syngur þegar kemur að því að velja hollan og góðan morgunverð

Hressilegur kaffibolli

Ég byrja flesta morgna á því að fá mér eina teskeið af aloe vera safa og eina teskeið af lífrænni silungsolíu áður en ég fer í vinnuna til þess að halda meltingunni góðri og liðunum og húðinni mjúkri. Þegar ég mæti í vinnuna, í Systrasamlagið, upp úr klukkan átta, helli ég upp á hressilegan kaffibolla með olíum og kryddum, bolla sem heldur einbeitingunni og orkunni góðri, að minnsta kosti til hádegis, segir Jóhanna og bætir við að þá sé komið að grautnum.

Á veturna fæ ég mér gjarnan hafragraut en núna finnst mér betra að borða acai berjagraut. Ég þarf frekar eitthvað frískandi þegar hitinn í loftinu hækkar. Ég er svo mikill pitta, þ.e. að það er svo mikill eldur í mér, að mér finnst stundum gott að fá mér eitthvað kælandi en hitandi.

Næringarríkur og hollur matur

Allt þetta er frábær næring sem dugir mér fram að hádegi. En ég passa líka upp á að taka gott fjölvítamín og góðgerla. Þá er ég komin með hina fullkomnu grunnnæringu og skortir ekki neitt. Þau bætiefni sem ég kýs eru að sjálfsögðu frá Virdian sem er frábærlega vönduð lína og sú sem við höfum kosið að leggja áherslu hjá okkur. Þar sem ég vinn mikið og er á hreyfingu allan daginn skiptir það mig öllu máli að borða næringarríkan og hollan morgunverð, sem engu að síður verður að vera frábærlega bragðgóður. Það er best ef þetta fer saman,“ segir Jóhanna og flettir hér ofan af sínum uppáhaldsgraut sem á vel við á sumrin ásamt æðislegum kaffidrykk gegn heilaþoku.

Þessi acia grautur er unaðslega bragðgóður og gefur orku út …
Þessi acia grautur er unaðslega bragðgóður og gefur orku út daginn. Þetta er uppáhaldsgrauturinn hennar Jóhönnu á sumrin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Acai berjagrautur með heimagerðu múslí og kókosflögum

  • 1 bolli jarðarber
  • ½ bolli sólber
  • ½  avókadó
  • 2 msk. acaiduft eða frosnir acaibitar
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1 daðla
  • 1 bolli góð jurtamjólk

Aðferð:

  1. Öllu er blandað saman í góðum blandara uns úr verður hnausþykkur og djúsí grautur.

Ofan á grautinn

  • Ristuð fræ eftir smekk
  • Hnetur eftir smekk
  • Glútenlausir hafra eftir smekk
  • Ólífuolía
  • Hlynsíróp
  • Kardimommur
  • Kanill eftir smekk
  • Ristaðar kókosflögur eftir smekk
  • Ferskir ávextir að eigin vali

Aðferð:

Setjið ofan á grautinn heimagert múslí sem gert er úr þar til gerðum hráefnum.

  1. Blandið saman ristuðu fræjum, hnetum, glútenlausum höfrum og góðri olífuolíu ásamt ögn af hlynsírópi, kardimommum og kanill.
  2. Skreytið grautinn loks með ristuðum kókosflögum og ferskum ávöxtum í lokin. 

Kaffidrykkur gegn heilaþoku

  • Tvöfaldur expresssó
  • ½ tsk. ghee
  • 1 tsk. kókos- eða MCT olía
  • Vanilla á hnífsoddi
  • ½ tsk. kókosduft (Anima Mundi er best)
  • 100 ml góð jurtamjólk (möndlurísmjólk frá Rude Healh passar vel)

Aðferð:

1. Blanda saman í með flóara eða setja í blandara. Þetta er mjög bragðgóður drykkur.

Hin fullkomna máltíð fyrri part dags hjá Jóhönnu.
Hin fullkomna máltíð fyrri part dags hjá Jóhönnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert