Ískalt Coke áfram í boði hjá Domino’s

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri, Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri, Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s, …
Ásmundur Atlason, markaðsstjóri, Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri, Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s, Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, Arnþór Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi, og Kristinn Harðarson, viðskiptastjóri Coca-Cola á Íslandi, við undirritun samningsins.

Domino’s Pizza á Íslandi hefur samið við Coca-Cola á Íslandi um áframhaldandi sölu drykkja. Samningurinn, sem undirritaður var í nýju útibúi fyrirtækisins í Norðlingaholti, er til fjögurra ára en samstarf fyrirtækjanna spannar yfir 30 ár eða allt frá opnun Domino’s á Íslandi árið 1993. Domino’s er núna leiðandi aðili á skyndibitamarkaði og er með 23 útsölustaði víðs vegar um landið.

„Það er ánægjulegt að geta áfram boðið viðskiptavinum okkar hjá Domino’s upp á kalt Coke með pitsunni sinni. Við höfum átt farsælt samstarf við Coca-Cola allt frá fyrsta opnunardegi hér á landi eða í rúmlega 30 ár. Með nýjum samningi styrkjum við það samstarf enn frekar og tryggjum að viðskiptavinir okkar geti áfram fengið sína uppáhaldsdrykki með pitsunum okkar,” segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s

Með yfir 80 ára sögu hér á landi

Coca-Cola á Íslandi hefur djúpar rætur í íslensku samfélagi og er með yfir 80 ára sögu hér á landi. Fyrirtækið er hluti af Coca-Cola Europacific Partners-samsteypunni sem starfar í 29 löndum og er alhliða drykkjarvörufyrirtæki sem selur mörg af þekktustu og vinsælustu vörumerkjum í heiminum í fjölda drykkjarvöruflokka, jafnt óáfengum sem áfengum.  Vöruúrval fyrirtækisins snertir líf meirihluta landsmanna daglega á einn eða annan hátt en eins er fyrirtækið hreyfiafl til góðs í íslensku samfélagi með stuðningi sínum við íþrótta- og ungmennastarf og ýmis góðgerðafélög.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að endurnýja samstarfssamning okkar við Domino‘s og byggja ofan á 30 ára farsælt samstarf milli Domino‘s og Coca-Cola. Þessi vinsæla tvenna, rjúkandi heit Domino‘s pizza og ískalt Coca-Cola, er lykilinn að góðri stund. Við erum gríðarlega spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Domino‘s og er það okkar sameiginlega markmið að vera áfram hluti af lífi Íslendinga og skapa saman sanna töfra,” segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert