Truflað franskt steikarsmjör

Þetta steikarsmjör lyftir helgarsteikinni upp á nýjar hæðir.
Þetta steikarsmjör lyftir helgarsteikinni upp á nýjar hæðir. Samsett mynd

Café De Paris steikarsmjörið er algjör klassík til að lyfta heiðarlegri helgarsteik upp á nýjar hæðir. Kryddsmjörið eða steikarsmjörið er einfalt, fljótlegt og hrikalega bragðgott og einfalt mál að laga nóg af því til að geyma í frysti til síðari nota. Aðferðina getið þið séð í Instagram færslunni hjá samfélagsmiðlastjörnunni Michael Giacchino hér fyrir neðan.

Franskt steikarsmjör

  • 100 g smjör, mjúkt
  • 2 msk. skalotlaukur, mjög smátt saxaður
  • 6 hvítlauksrif, söxuð fínt
  • 3 ansjósuflök, smátt skorin
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • 1 tsk. Worcestershire sósa
  • 1 tsk. Dijon sinnep
  • 1 tsk. karríduft
  • ½ tsk. sæt paprika
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. ferskt estragon, smátt saxað
  • 2 tsk. fersk steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í matvinnsluvél og blandið vel saman þar til smjörið fær þessu fallegu mjúku áferð líkt og sést í myndbandinu.
  2. Setjið síðan í smjörið í ílangt eldfast mót eða í formkökuform og kælið.
  3. Skerið síðan sneiðar eða kubba af smjörbitanum.
  4. Upplagt að nota bökunarpappír við skurðinn líkt og sést í myndbandinu.
  5. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert