Hvern langar ekki í alvöru „Big Mac“?

Berglind Hreiðars er búin að fullkomna leynisósuna á „Bic Mac“-hamborgarann …
Berglind Hreiðars er búin að fullkomna leynisósuna á „Bic Mac“-hamborgarann fræga. Nú er fössari og þá er lag að fá sé ómótstæðilegan borgara. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Það er kominn föstudagur og þá er upplagt að bjóða upp á ómótstæðilega góðan hamborgara. Þeir sem elska „Big Mac“-hamborgarann fræga verða að prófa þessa uppskrift og samsetningu sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar.

Berglind er búin að prófa „Big Mac tacos“ og gerði þar sósu sem var ótrúlega lík „Big Mac“-sósunni en er nú með aðra útgáfu. „Að þessu sinni fór ég aðra leið með sósuna og þrátt fyrir að vera samsett úr allt öðru en hin þá var hún ótrúlega lík sósunni á Mc Donalds,“ segir Berglind og ofuránægð með útkomuna. Nú er ekkert annað í stöðunni að prófa og taka hamborgarann alla leið.

Ómótstæðilegur að sjá.
Ómótstæðilegur að sjá. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Big Mac hamborgari

4 stykki

Hamborgarar

 • Um 700 g nautahakk
 • 4 hamborgarabrauð + 4 botnar af hamborgarabrauði
 • 8 ostsneiðar
 • Súrar gúrkur eftir smekk
 • Iceberg saxað eftir smekk
 • 1 laukur saxaður
 • Big Mac“ sósa
 • Smjör og olía til steikingar
 • Salt, pipar, hamborgarakrydd

Aðferð:

 1. Byrjið á því að útbúa „Big Mac“-sósuna (sjá uppskrift að neðan) og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.
 2. Skiptið hakkinu niður í 8 hluta (tæplega 90 g hver hluti) og mótið hamborgarabuff, reynið að hafa þau frekar þunn.
 3. Smyrjið um 1 tsk. af mjúku smjöri á skorna hlutann á hverju hamborgarabrauði.
 4. Setjið ólífuolíu á pönnu og byrjið á því að hita brauðin. Setjið smjörhliðina niður þar til þau fara að brúnast og snúið síðan við stutta stund, leggið þau á disk þar til kemur að samsetningu.
 5. Steikið næst buffin upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 6. Raðið hamborgaranum síðan saman; Brauð, sósa, kál, buff, ostur, laukur, brauð, sósa, kál, súrar gúrkur, buff, ostur, smá meiri sósa og svo síðasta brauðið (lokið). 

Big Mac“-sósa

 • 200 g majónes
 • 2 msk. Kraft þúsundeyjasósa
 • 2 msk. relish úr flösku
 • 1 tsk. sykur

Aðferð:

 1. Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun.
Allir aðdáendur Mc Donalds verða að prófa þennan.
Allir aðdáendur Mc Donalds verða að prófa þennan. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert