Veggnog kaffidrykkur í jólabúningi

Jólalegur kaffidrykkur sem á vel við á þessum árstíma.
Jólalegur kaffidrykkur sem á vel við á þessum árstíma. Ljósmynd/Linda Ben

Eggnog er drykkur sem er svo jólalegur og góður og á vel við á þessum árstíma. Hér er eggnog drykkurinn kominn í vegan útgáfu með skoti af espresso sem nærir þig og gefur þér orku til að takast á við daginn. Heiðurinn af uppskriftinni á Linda Ben uppskriftahöfundur sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben.

Veggnog kaffidrykkur

  • 1 skot espresso
  • Klakar
  • 2 dl hafrajógúrt með vanillu- og kókos frá Veru Örnudóttir
  • 1-2 msk. sæt condesned kókosmjólk eða kaffisíróp ef þú átt það til
  • ½ tsk. kanill
  • ¼ tsk .negull 

Aðferð:

  1. Setjið klaka út í espresso-ið
  2. Í skál blandið saman hafra jógúrtinu, sætu condensed kókosmjólkinni (eða kaffisírópinu), kanil og negul.
  3. Hrærið saman.
  4. Hellið yfir klakakaffið, hrærið saman með röri og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert