Asískur réttur að hætti Helgu Möggu

Helga Magga eldar asískan hakkrétt sem tekur enga stund að …
Helga Magga eldar asískan hakkrétt sem tekur enga stund að elda. Eitthvað sem allir geta gert. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ótrúlega fljótlegur og einfaldur réttur sem hentar vel í miðri viku þegar tíminn fyrir eldamennsku er naumur. Þetta er stór uppskrift, tilvalið að nota afgangana daginn eftir ef það er afgangur. Það er einnig hægt að sleppa núðlunum og hafa hrísgrjón með réttinum eða bankabygg. Heiðurinn af uppskriftinni á Helga Magga heilsumarkþjálfi sem veit fátt betra en að drekka sykurlaust Coke með matnum. Hægt er að sjá Helgu Möggu elda réttinn á TikTok en hún eldar hann með eggjanúðlum þar en það er einnig mjög gott að hafa hrísgrjón með.

Asískur hakkréttur

 • 1 msk. olía
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 1 laukur
 • 1 kg nautahakk 
 • 2 msk. sriracha hot sósa
 • 4 msk. sojasósa
 • 20 g ferskt engifer - rifið smátt niður
 • 4 msk. hunang
 • 4 msk. hrísgrjóna edik
 • 200 g ósoðnar eggjanúðlur
 • Sesamfræ yfir réttinn - má sleppa 

Aðferð:

 1. Byrjið á að steikja smátt skorinn lauk og hvítlauk upp úr olíunni og bætið svo hakkinu út á pönnuna.
 2. Þegar hakkið er steikt í gegn er það sem eftir er af innihaldsefnunum bætt út á pönnuna, öllu blandað saman og látið malla í um 10 mínútur.
 3. Á meðan eru eggjanúðlurnar soðnar.
 4. Blandið þeim síðan saman við réttinn og er hann síðan borinn fram strax.
 5. Gott að setja sesamfræ og niðurskorinn vorlauk ofan á.
 6. Það er upplagt að hafa auka sriracha sósu með fyrir þá sem það vilja.
 7. Gufusoðið brokkolí eða annað grænmeti er líka hægt að hafa með.
@helgamagga.is

Asískur hakkréttur sem þið verðið að prófa 🤩 og njóta svo með ískaldri coke án sykurs

♬ Make It Better (Instrumental) - Anderson .Paak


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert