Truffluhátíð í Marshallhúsinu

Leifur Kolbeinsson á La Primavera með Marco sem kom með …
Leifur Kolbeinsson á La Primavera með Marco sem kom með dýrindis hvítar trufflur til landsins fyrir Truffluhátíðina. mbl.is/Árni Sæberg

Þessa dagana stendur yfir Truffluhátíð á veitingastaðnum La Primavera í Marshallhúsinu við Grandagarð en hún hófst í gær með pomp og prakt. Þeir Marco og Claudio frá San Miniato í Toskanahéraði á Ítalíu eru nýlentir með trufflurnar en um er að ræða hvítu truffluna Tuber Magnatum sem er ein allra besta truffla sem völ er á. Trufflutímabilið stendur yfir núna og fram í desember.

Í boði meðan birgðir endast

„Þökk sé vinum okkar í Savitar, getum við stolt kynnt þessar dásamlegu trufflur sem eru nýlentar frá Toskana. Við höfum verið í sambandi við Marco og Claudio undanfarin ár og fengið þá til okkar með trufflurnar en þær verða í boði á meðan birgðir endast, bæði á hádegisseðlinum og sérstökum kvöldseðli,“ segir Leifur Kolbeinsson yfirkokkur og eigandi staðarins. Leifur kynnti Íslendingum upphaflega fyrir fersku pasta á fyrri hluta tíunda áratugar eða fyrst árið 1993 og La primavera á sér langa sögu. Eitt af einkennum La Primavera er áhersla á einfaldleika og fína ítalska matargerð og mikil gæði sem hann hefur ávallt haldið í.

Trufflurnar rjúka út þessa dagana.
Trufflurnar rjúka út þessa dagana. mbl.is/Árni Sæberg

Trufflurnar lyfta réttunum á hærra plan

Undirrituð heimsótti Leif á La Primavera og fékk að njóta réttanna á hádegisverðarseðli þar sem trufflurnar voru í forgrunni en um það snýst truffluveislan. Fyrst va boðið upp á smakk á þremur forréttum sem eru:

  • Parmesansúpa með stökkri parmaskinku og graslauk með trufflusneiðum.
  • Burrata með tómatsultu, vínberjum og pangrattato með raspaðri trufflu.
  • Túnfisktartar á grilluðu brauði með vorlauks aioli, kapers og sítrónu með raspaðri trufflu.

Réttirnir voru hver öðrum betri og bragðupplifun einstök. Aðalrétturinn var síðan Linguini með noisette, salvíu, parmesan og fullt af trufflusneiðum. Hreint sælgæti að njóta og trufflurnar lyfta réttinum sannarlega á hærra plan. Hádegisverðurinn endaði með ekta ítalskri ávaxtaköku og þeyttum rjóma þar sem einfaldleikinn fékk að njóta sín.

Túnfisktartar á grilluðu brauði með vorlauks aioli, kapers og sítrónu …
Túnfisktartar á grilluðu brauði með vorlauks aioli, kapers og sítrónu með raspaðri trufflu. mbl.is/Árni Sæberg

Matarupplifun sem vel er hægt að mæla með

Þjónustan var framúrskarandi, kokkarnir og þjónarnir báru fram réttina að sinni alkunnu snilld og það var upplifun að finna ilminn af nýju trufflunum og njóta fegurðinnar þegar þær fóru gegnum truffluskerarann. Óhætt er að mæla með heimsókn á La Primvera á Truffluhátíðina þar sem kokkarnir munu gleðja bragðlaukana með ljúffengum ítölskum réttum með ferskum trufflum sem er hreinn unaður fyrir bragðlaukana.

Ekki skemmir staðsetningin fyrir en La Primavera er við Grandagarð, staðsettur í hinu fagra og þekkta Marshallhúsi, á líflegu hafnarsvæði í nálægð við miðbæ Reykjavíkur. Í stuttu máli þá sameinar La Primavera spennandi matarhefðir frá Norður-Ítalíu með úrvals íslensku hráefni í grunninn. Það má með sanni segja staðsetning La Primavera sameini fjölbreytta valkosti Grandans, hafnsækna starfsemi, nálægð við sjávarsíðuna, menningu, listir, matargerð, útivist, hreyfing  og fjölskrúðugt mannlíf.

Linguini með noisette, salvíu, parmesan og trufflusneiðum sem lyftir réttinum …
Linguini með noisette, salvíu, parmesan og trufflusneiðum sem lyftir réttinum svo sannarlega á hærri plan. mbl.is/Árni Sæberg
Allt að gerast í eldhúsinu á La Primavera.
Allt að gerast í eldhúsinu á La Primavera. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert