Ljúffeng tortilla sem allir geta gert

Tortilla með omelettu er ljúffengur morgunverður sem allir geta gert.
Tortilla með omelettu er ljúffengur morgunverður sem allir geta gert. Samsett mynd

Langar þig í góðan en einfaldan morgunverð sem tekur enga stund að gera? Þá er þessi ljúffenga tortilla með omelettu málið. Þessa geta allir gert og hún er líka saðsöm. Hér er tortilla með omelettu, fersku grænmeti og rifnum osti. Hægt er að sjá aðferðina sem er að finna á Instagram-síðunni „Taste happiness“.

Ljúffeng tortilla með omelettu

Fyrir 1

 • 2 egg
 • 1 tortilla, stór
 • Rifinn ostur eftir smekk
 • Rauð paprika eftir smekk, smátt skorin
 • Fersk steinselja eftir smekk, smátt skorin

Aðferð:

 1. Byrjið á því að hita pönnu, aðeins yfir meðalhita.
 2. Pískið saman eggin.
 3. Hellið eggjunum á pönnuna og látið steikjast.
 4. Setjið tortilluna ofan á og snúið omelettunni við.
 5. Stráið rifnum osti yfir annan helminginn, eins og hálfmána.
 6. Stráið næst paprikunni yfir ostinn.
 7. Loks er steinseljunni stráð yfir og að lokum aftur rifnum osti.
 8. Leggið síðan hinn helminginn yfir og lokið tortillunni.
 9. Berið fram eins og ykkur langar til og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert