Piparkökubakan varð til á rauðu ljósi

Hugmyndina af piparkökueplabökunni fékk Árni Þorvarðarson bakari á rauðu ljósi.
Hugmyndina af piparkökueplabökunni fékk Árni Þorvarðarson bakari á rauðu ljósi. Samsett mynd

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og í tilefni þessi opnaði Árni Þorvarðarson bakari og kennari við Hótel- og matvælaskólann uppskriftabækurnar sínar og einni af sinni uppáhaldsböku með lesendum. Árni vill halda í hefðir þegar kemur að hráefnum en er duglegur að koma með nýjungar þegar hugmynd kemur upp í kollinn. Hann var til að mynda staddur í umferðinni á rauðu ljósi þegar upp kom hugmynd um að setja uppáhaldseplaböku fjölskyldunnar í jólabúning. Árni þarf að halda nemendum sínum við efnið og ákvað að prófa uppskriftina með bekknum sem sló heldur betur í gegn.

Árni Þorvarðarson bakari er kennari við Hótel- og matvælaskólann og …
Árni Þorvarðarson bakari er kennari við Hótel- og matvælaskólann og segir að hann verði ávaltt að halda nemendum við efnið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jólaepli og kanill koma með jólabragðið

„Uppskriftina er hægt að nota allt árið. Yfir sumarmánuðina er hægt að sleppa kanilnum og verður þá úr hið besta eplapæ. Þar sem jólin nálgast með tilheyrandi jólahefðum viljum við gera þessa böku með rauðum jólaeplum og kanil jólabragðinu fræga sem piparkökurnar okkar sívinsælu eru einmitt gerðar úr. Það er svo skilyrði hjá krökkunum mínum að annað hvort sé ís eða rjómi með bökunni,“ segir Árni sem er kominn í hátíðaskap.

Piparkökubakan hans Árna er kominn í jólabúninginn en hann fékk …
Piparkökubakan hans Árna er kominn í jólabúninginn en hann fékk hugljómun á rauður ljósi hvernig bakan skyldi verða. mbl.is/Arnþór Birkisson
Töfrarnir gerast í bakstrinum.
Töfrarnir gerast í bakstrinum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Piparkökubaka að hætti Árna                                       

Bökudeig                                 

  • ¼ tsk. kanill      
  • ¼ tsk. negull     
  • ¼ tsk. engifer   
  • 87 g flórsykur   
  • 1 stk. egg         
  • 147 g smjörlíki             
  • 230 g hveiti      
  • 1 tsk. vanilludropar      

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í hrærivélaskál og hnoðið með krók.
  2. Þegar deigið er klárt skuli þið fóðra eldfasta mótinu með deiginu.

Kremfylling í bökuna

  • 106 g mjólk      
  • 1 tsk. vanillustöng
  • 27 g sykur        
  • 1 eggjarauða    
  • 11 g maíssterkja
  • 11 g smjör
  • 5 stk. epli
  • 40 g 56% súkkulaði, saxað
  • Kanilsykur eftir smekk
  • Egg til að pensla bökuna með.        

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið upp að 80°C eða þar til kremið þykknar.
  2. Eftir það takið potturinn tekinn af hellunni og smjörið sett saman við í rólegheitunum.
  3. Skerið eplin smátt og setjið svo saman við kremfyllinguna þegar fyllingin hefur náð stofuhita.
  4. Stráið síðan súkkulaðinu yfir fyllinguna.
  5. Í lokin er svo settur smá kanilsykur yfir allt.
  6. Lokið svo bökunni með kökudeiginu og penslið með eggjum ofan á bökuna.
  7. Bakið við 170°C hita í 40 mínútur.
  8. Látið bökuna kólna áður en þið losið hana úr forminu.
  9. Berið kökuna volga fram með ís og/eða rjóma.
  10. Einnig getið þið að leikið ykkur með skreytingar og stráð smá flórsykri yfir og strípað með súkkulaði.
Piparkökubakan hans Árna í jólabúningi er ómótstæðilega girnileg og karamellusósan …
Piparkökubakan hans Árna í jólabúningi er ómótstæðilega girnileg og karamellusósan kemur sælkerum á bragðið. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert