Lúxus guacamole þegar gera á vel við sig

Girnilegt guacamole sem passar vel með öllum mexíkóskum mat og …
Girnilegt guacamole sem passar vel með öllum mexíkóskum mat og því sem matarhjartað girnist. Ljósmynd/Hanna

Það er fátt betra en gott guacamole sem er heimalagað. Hér kemur ein lúxusútgáfa sem er svona meira spari og kemur úr smiðju Hönnu keramiker sem heldur úti uppskrifta- og bloggsíðunni Hanna.is og Instagram síðunni @hanna.is. Aðalmálið er að vera með gott avókadó, það er lúxusblandan skotheld. Hægt er að bera þetta með öllum mexíkóskum réttum, sem ídýfu með snakki eða hvað eina sem ykkur dettur í hug að bjóða upp á með þessari lúxusdýfu.

Lúxus guacamole

  • 2 avókadó, mátulega þroskuð (einnig hægt að nota frysta avókadóbita) – maukuð
  • 2 msk. rauðlaukur, saxaður
  • 1 tómatur, skorinn í 4 báta, fræhreinsaður og saxaður niður
  • 1 salatlaukur (eða 2 litlir skarlottulaukar), saxaður smátt
  • 2 hvítlauksrif, söxuð eða pressuð
  • Safi úr 1 límónu
  • 2 msk. ferskt kóríander eða steinselja, má sleppa
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í skál og hrært vel.
  2. Berið fram með því sem ykkur langar að njóta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert