Bakaríið Hérastubbur í Grindavík opnar aftur

Bakaríið í Grindavík, Hérastubbur bakari, opnaði aftur í dag eftir …
Bakaríið í Grindavík, Hérastubbur bakari, opnaði aftur í dag eftir að hafa verið lokað frá því að bærinn var rýmdur. Bakaríið er fjölskyldufyrirtæki og nú er öll fjölskyldan mætt á vaktina. Samsett mynd

Bakaríið í Grindavík, Hérastubbur bakari, opnaði aftur í dag eftir að hafa verið lokað frá því að bærinn var rýmdur. Hérastubbur er fjölskyldufyrirtæki og var opnað þann 6. júlí árið 1995 af Sigurði Enokssyni bakarameistara og Enoki Bjarna Guðmundssyni á Gerðavöllum 19 í Grindavík. Eins og fjölskyldan segir er þetta lítið fjölskyldufyrirtæki með stórt hjarta. 

Opið alla virka daga frá klukkan 8 til 13

Fjölskyldan tók ákvörðun um að opna dyrnar á bakaríinu fyrir þá sem langar í nýbakað alla virka daga milli klukkan 8 og 13. Þau segja þetta vera tilraun og þau þurfi að spila þetta svolítið eftir hendinni og sjá hvernig gengur. Þetta kemur fram á Facebook-síðu þeirra. 

Þeir sem vilja panta en eru á höfuðborgarsvæðinu mega senda tölvupóst á netfangið panta.herastubbur@simnet.is og gera millifærslu í framhaldinu fyrir vörunum. Fjölskyldan hjá Hérastubbi bakara getur afhent á tilteknum stað í Kópavogi seinnipartinn á hverjum virkum degi meðan opið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert