Ný ítölsk vín kynnt til leiks

Ný ítölsk vín frá víngerðinni Schola Sarmenti hafa verið kynnt …
Ný ítölsk vín frá víngerðinni Schola Sarmenti hafa verið kynnt til leiks. Samsett mynd

Þrjú ný ítölsk vín litu dagsins ljós í völdum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Öll eru þau unnin úr þrúgum sem til þessa hafa ekki verið algengar og eru lítið þekktar á Íslandi. Um er að ræða þrúgurnar Primitivo, Susumaniello og Negroamaro.

„Okkur finnst spennandi að koma með þetta vín til landsins og sjá hvað Íslendingum finnst, en fyrstu viðtökur hafa farið fram úr öllum væntingum,“ segir Þórarinn Víkingur Grímsson, framkvæmdastjóri Liber ehf., sem flytur vínin inn frá framleiðanda.

Ítrekað fengið frábæra dóma 

Vínin koma frá víngerðinni Schola Sarmenti á Suður-Ítalíu, en þrátt fyrir að hafa verið stofnuð aðeins í lok síðustu aldar hefur hún þegar unnið til fjölda verðlauna.

„Þetta er nokkuð nýleg víngerð sem var stofnuð árið 1999,“ segir Víkingur, en víngerðin er í smábænum Nardò í héraðinu Puglia, á hælnum á Ítalíu ef svo má segja.

„Það sem er skemmtilegt er að þau ákváðu samt sem áður að notast við mun eldri vínvið, sem er allt að 85 ára,“ segir Víkingur.

„Sömuleiðis ákváðu þau frá upphafi að notast við forna vínræktunaraðferð héraðsins, sem nefnist „Alberello Pugliese“, en hún krefst þess að meira sé unnið með höndunum. Þar af leiðandi fer töluvert meiri tími í sjálfa víngerðina, en hann skilar sér tvímælalaust í gæðum vínsins,“ bætir hann við.

„Ávinningurinn af þessari aðferð er líka mjög skýr og þessar ákvarðanir hafa reynst virkilega vel, þar sem vínin fá nú ítrekað frábæra dóma þar ytra, til að mynda hjá Robert Parker og Wine Spectator.“

Fara í fjórar verslanir 

Víkingur tekur fram að sex mismunandi flöskur séu komnar til landsins, en aðeins þrjár þeirra hafi farið í sölu þann 1. desember.

Nefnast þær Cubardi, Armentino og Antiéri. Fyrst um sinn verði vínin til reynslusölu í Vínbúðum í Kringlunni, Heiðrúnu, Skútuvogi og Hafnarfirði.

Allar nánari upplýsingar megi nálgast hér. 

„Við höfum trú að góðar viðtökur verði til að þau fáist enn víðar,“ segir Víkingur að lokum.

Vínin frá Schola Sarmenti komu í valdar Vínbúðir þann 1. …
Vínin frá Schola Sarmenti komu í valdar Vínbúðir þann 1. desember. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert